<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 04, 2003

Jæja loksins, það tók mig alveg óheyrilegan tí­ma að koma mér í­ að starta einni svona síðu á netinu. En loksins kom að því­ :-) Fyrir þá sem ekki vita, þá erum við stelpurnar einar í kotinu hér í­ Dk. Eiginmaðurinn gerði landhögg í­ London fyrir nokkrum dögum síðan og er áætlað að hann snúi aftur heilu og höldnu til dk fljótlega í næstu viku. Á meðan mun frúin gæta bús og barna - með glæsibrag. Annars nóg af einhverju landnámumannatali ....... Allt gengur sinn vanagang hér hjá okkur. Skólinn auðvitað byrjaður - og ég búin að panta mér rúmlega 30 bækur á bókasafninu fyrir annarverkefnið og allt í skólagír. Bryndís fótboltastelpa er alltaf að keppa í fótbolta. Ég er hreinlega hætt að geta fylgst með hjá henni, hún keppir í­ hverri einustu viku og mér skilst að nú sé verið að keppa um Jótlandsmeistaratitilinn, frekar en að það sé Norður-Jótlandsmeistaratitillinn. Svona eru þessar kellur, alveg ómögulegar í að fylgjast með í fótboltanum og greina rétt frá.
Rebekka krúttulína er með flensu í­ augnablikinu og er grautfúl yfir öllum þessum "beinaverkjum" eins og hún kallar það. Þar sem hún er veik þá dunduðum við okkur heima í dag við að teikna prinsessur, auk þess sem við settum NewAge-tónlist á spilarann og brenndum reykelsi. Deginum lauk svo með því að við komum okkur vel fyrir á­ sófanum til þess að horfa á "stjerne for en aften". Þetta er eitt af sjónvarpsefninu hér í dk. sem fáar unglingsstúlkur láta sér framhjá fara. Sem nánari skýring á fyrirbærinu, þá er þetta "söngvarakeppni" sem haldin er í hverri viku og keppa alltaf 5 keppendur um titilinn "stjerne for en aften". Í desember verður svo úrslitakeppnin og mun þá einn heppinn keppandinn vinna ársplötusamning og einhvern gríðanlegan helling sem ég nenni ekki að telja upp hér. En Þetta er nokkuð cool tv-programm og skemmtum við okkur ágætlega yfir því­ :)
Við biðjum að heilsa ykkur öllum - látið ykkur líða vel.

fimmtudagur, október 02, 2003

Upsidups 

Hmmmmmm......við erum allavega komin á kortið........á næstu dögum verða víst smá tilfæringar og breytingar á interfaceinu þar sem hægt er að koma því við, en svo er það stefnan að viðhalda Icetengingunni - Njótum þess að vera í fjólubláu rafsambandi ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?